5.6.2006 | 18:16
Hvernig strákar eru Spassarnir?
www.fotboltabull.ur.net og Ladasportblaðið gerðu úttekt á öllum EkkiDeildarliðunum fyrir stuttu. Þessi úttekt var bara gerð til gamans og jafnframt í algerðu gríni.
Þrátt fyrir að vera með öllu óhæft til birtingar þá kemur úttektin hér að neðan:
Hver er með stærsta kassann?
Hér mætast Jói og Rikki í hörðum leik. Þegar þeir koma úr sturtu, þá slær þögn á mannskapinn.
Hver er mesti snyrtipinninn?
Strákarnir eru allir hinir minnst metrósexual menn síðan Neandertalsmennirnir voru og hétu. Svitalyktareyðir sést á tyllidögum og menn greiða sér helst ekki. Þeir mega þó eiga það að þeir þvo sér almennilega.
Hver mætir alltaf síðastur á æfingar?
Stundvísi er mikil dyggð hjá Spartakusi. Það er helst að Rikki og Helgi séu soldið seinir inn, svona stundum. Helgi er með seinni skipum en hefur samt alltaf hina tvo.
Hver er verst klæddur?
Allir þeir sem mæta í rauðu sem er EKKI merkt Liverpool. Segi ekki meira.
Hver er með ljótustu táneglurnar?
Verð að viðurkenna að ég hef ekki lagt mig eftir því. Ég tel magnað að fréttamenn hafi yfir höfuð fundið þennan lið upp.
Hver er mesti nöldrarinn?
Einar tekur þennan heiður með manni og mús. Þegar karlinn byrjar þá er allt farið af stað. Bróðir hans klórar stundum í hann, en það er bara ekki hægt að skáka kónginum. Póseidonævintýrið sleppur frá LA þegar Einar er á annaðborð kominn í gang.
Hver á ljótasta bílinn?
Þetta þarna græna sem Viktor ekur á fær þennan heiður. Skítt með aldur, tegund, tísku og svoleiðis bull. En þessi litur er ótrúlegt afrek á sviði hryllings og óskapnaðar.
Hver er mesti húmoristinn í hópnum?
Drengirnir eru allir snarvitlausir og stórskemmtilegir. Það eru helst þeir Einar, Gummi og Trausti sem gera tilkall, en hópurinn er afar jafn.
Hver er loðnastur á bringunni?
There can only be one - Jón Einar. Nafni hans Ragnar, Ómar og Gummi komast á blað. Hinir eru berir eins og Mýrdalssandur.
Hver er grófastur á æfingum?
Jói slátrar mönnum með bros á vör og viknar ekki hið minnsta. Rútubílstjórinn er hertur í margra ára eldi holóttra vega og vatnsfalla, og það hefur sett mark sitt á kappann. Til að gera illt verra eru þrumuskot hans með eindómum ópungvæn.
Hver er alltaf síðastur út úr sturtu?
Þeir frændur Jón Ragnar og Einar eru lengi, enda dvelja þeir daglangt í pottinum eftir leik. Og koma alltaf brosandi út.
Hver er best klæddur?
Hrafneseneggerinn tekur þennan. Aðallega út á tattúin og svo bolina sem sjá til þess að þau sjáist. Wifebeaterinn er eins og kjólföt þegar svona menn eru annars vegar.
Hver er þreknastur?
Rútubílstjórinn og Rikki mætast stundum á velli. Þá er mönnum ráðlagt að forða sér.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefur greinilega ekki séð rolluna á kassanum á Hrafni.
Kv. Matthias
Spartakus, 6.6.2006 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.