28.4.2006 | 16:07
Fréttir af vallarmálum
Eftir þá afgerandi niðurstöðu að leita til Stjörnumanna eru viðræður við Stjörnuna hafnar. Til að tryggja hámarksárangur höfðu 2 félagsmenn samband við Stjörnunna. Annars vegar hinn harðskeytti og ráðríki Jón Einar, og svo hinn þýðlegi góði drengur Arnar. Taktíkin gengur út á að framkvæmdastjóri Stjörnunnar fíli e.t.v annan þessara manna betur en hinn, bjóði sitt hvorn tímann og hópurinn geti svo valið. Til að tryggja hámarks árangur og trúverðugleika vissi hvorugur að hinn væri búinn að hafa samband, og aðeins Arnar notaði nafnið Spartakus í pöntun sinni. Olli þetta nokkrum ruglingi enda eru svona aðferðir svo flóknar og flottar að undirritaður botnar tæpast í þeim sjálfur.
Stjarnan hyggst svara okkur í næstu viku. Til öryggis hefur verið lögð inn óformleg fyrirspurn til Framara, en stefnt er að því að semja við Stjörnumenn eins og áður segir. Helst er talið standa í vegi fyrir samkomulagi sú krafa Spartakusar að völlurinn verði nefndur upp á nýtt Bjarnason's vangur, og svo krafa Stjörnumanna um að Sparakussar lagfæri hljóðmengun af völdum æfinga sinna niður fyrir umhverfisstaðla Stjörnunnar. Þess má geta að KSÍ hefur útnefnt Spartakus háværasta fótboltalið Íslands fyrir 2006, þrátt fyrir að keppnistímabilið sé vart hafið.
Við flytjum frekari fréttir af málinu ef okkur dettur það í hug og það þjónar hagsmunum félagsins að okkar mati.
Lifið heilir, drekkið vel, Áfram Spartakus
Alonþó
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.