28.4.2006 | 18:08
Frí áfylling fyrstu vikuna
Eftir fall krónunnar og síaukna heimsku stjórnvalda hefur eldsneytisverð hækkað úr öllu valdi. Borið hefur á því að fátækir námsmenn séu farnir að nota tvo jafnfljóta og JAFNVEL almenningsvagna. Þetta ástand er jafnvel orðið óbjóðandi fyrir nýríka bubba sem eru nýbúnir að kaupa dýrindis jeppa frá USA á góðu verði. Ég meina, hver gerði ráð fyrir því að þurfa reka svona bensínháka, hvað þá á þessu verði.
Undirritaður rakst á netvafri sínu á ágætishugmynd til að minnka rekstrarkostnað kæru landsmanna. Það hefur verið að færast í aukið mæli í USA að fólk bruggi sitt eigið eldsneyti sjálft. Hvernig væri að gera það? Það eru til heimasíður á netinu sem kenna fólki að brugga Etanól sem gæti kostað þriðjung eða jafnvel minna af því sem við erum að borga í dag. Nú ef það leggst illa í fólk að leggjast út í svo miklar aðgerðir þá getur fólk komið við á æfingu Spartakusar og tappað af Metan Það er nóg af því þar. Nú er bara að bíða eftir föstum æfingatíma og í framhaldi af því mun átöppunartími verða auglýstur.
Fyrir hönd Samtakana um Bensínlaust Ísland
Osómi Ich Bin Latur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Rússar segjast hafa náð tveimur þorpum á sitt vald
- Telja sig hafa handtekið skipuleggjanda tilræðisins
- Óbeinar samningaviðræður halda áfram í Doha í dag
- 50 látnir þar af 15 börn
- Borgarstjórar handteknir
- Sumarbúðir lagðar í rúst: Yfir 20 stúlkna saknað
- Ætla að senda Sýrlendinga aftur til Sýrlands
- Klóraði hendur og andlit barnanna
Athugasemdir
Hef heyrt líka að Íranir séu að selja ódýra kjarnorku.
Manouchehr Mottaki (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.