28.4.2006 | 17:26
Frábærar undirtektir liðsmanna
Nú legg ég til að allur þungi Bjarnasona verði lagður í að snúa uppá vinstri hönd Stjörnuformanns og að Forsetinn muni snúa uppá hægri hönd hans. Með því munum við ná hámarksárangri í sókn okkar inná betri knattspyrnuleikvanga. Veit samt ekki hvort við eigum að kalla völlinn Bjarnason´s Vangur, þætti raunsærra ef við myndum bara kalla hann Spartakus Arena. Allavega getum við haft það í bakhöndina ef Stjörnu-stjórnin bregst illa við fyrri tillögu. Einnig er Safamýrin góður kostur. Hvað sem öðru líður þá mun þetta hafa mikil áhrif á tækniæfingar okkar sem hafa ekki staðið undir væntingum undanfarin sumur í kartöflugörðunum sem við höfum verið að spila í.
Stórkostlegt, stórkostlegt!
Kveðja
Gonzales
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2006 | 16:07
Fréttir af vallarmálum
Eftir þá afgerandi niðurstöðu að leita til Stjörnumanna eru viðræður við Stjörnuna hafnar. Til að tryggja hámarksárangur höfðu 2 félagsmenn samband við Stjörnunna. Annars vegar hinn harðskeytti og ráðríki Jón Einar, og svo hinn þýðlegi góði drengur Arnar. Taktíkin gengur út á að framkvæmdastjóri Stjörnunnar fíli e.t.v annan þessara manna betur en hinn, bjóði sitt hvorn tímann og hópurinn geti svo valið. Til að tryggja hámarks árangur og trúverðugleika vissi hvorugur að hinn væri búinn að hafa samband, og aðeins Arnar notaði nafnið Spartakus í pöntun sinni. Olli þetta nokkrum ruglingi enda eru svona aðferðir svo flóknar og flottar að undirritaður botnar tæpast í þeim sjálfur.
Stjarnan hyggst svara okkur í næstu viku. Til öryggis hefur verið lögð inn óformleg fyrirspurn til Framara, en stefnt er að því að semja við Stjörnumenn eins og áður segir. Helst er talið standa í vegi fyrir samkomulagi sú krafa Spartakusar að völlurinn verði nefndur upp á nýtt Bjarnason's vangur, og svo krafa Stjörnumanna um að Sparakussar lagfæri hljóðmengun af völdum æfinga sinna niður fyrir umhverfisstaðla Stjörnunnar. Þess má geta að KSÍ hefur útnefnt Spartakus háværasta fótboltalið Íslands fyrir 2006, þrátt fyrir að keppnistímabilið sé vart hafið.
Við flytjum frekari fréttir af málinu ef okkur dettur það í hug og það þjónar hagsmunum félagsins að okkar mati.
Lifið heilir, drekkið vel, Áfram Spartakus
Alonþó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2006 | 14:01
Shjérparnir mættir
Jæja þá eru þeir mættir nýju atvinnumennirnir sem Spartakus Seniors keypti fyrir sumarið. Þeir eru shjérpar og koma frá Nepal. Þeir munu spila með liðinu ásamt því að bera allan búnað liðsins til og frá æfingarstað. Þetta eru allt Nepalskir landsliðsmenn og verða þeir frá í viku í júlí þegar þeir spila með landsliði sínu á Tíbetleikunum. Við bjóðum þá að sjálfsögðu hjartanlega velkomna til Spartakus Seniors.
Kveðja Matthias
Bloggar | Breytt 29.4.2006 kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2006 | 13:28
Vér mótmælum allir
Tekist var á um hvar menn vildu æfa í sumar á stjórnarfundi Spartakus og Seniors í vikunni. Ekki voru allir á eitt sáttir og fuku fúkyrði manna á milli. Deilan stóð um vallarval sumarsins og þegar velja átti svokallaðan Framvöll stóð meira að segja Jón Sigurðsson upp og sagði:
"Vér mótmælum allir"
Ekki náðist niðurstaða í málið á fundinum en vona stjórnarmenn að málið leysist á allra næstu dögum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2006 | 12:15
Fyrsti frammarinn fundinn
Vigfús Blöndal yfirfornleifafræðingur í Safamýri tilkynnti það á blaðamannafundi núna í hádeginu að fyrsti frammarinn hafi fundist laust fyrir klukkan 8 í morgun. Svo virðist sem líkamsleifarnar sé enn eldri en áður var talið og bendir allt til að frammarinn hafi verið undir meðallagi greindur. Hann hefur fengið nafnið Matthildur í höfuðið á háskólanemanum sem fann hann.
Stefnt er að því að halda sýningu með fornminjunum um leið og uppgreftri lýkur.
Frammarar virðast því þurfa að spila heimaleiki sína í Garðabæ í sumar.
Kveðja Matthias
Bloggar | Breytt 29.4.2006 kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2006 | 11:17
Leikmenn í misgóðu formi
Undirbúningstímabil spartakus og seniors er að hefjast og eins og myndirnar sýna þá eru menn í misgóðu formi. Ég held að menn ættu að vera duglegir að mæta í boltann í sumar.
Kv. Einar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2006 | 09:54
Fornir verðlaunapeningar finnast
Fundist hafa mikla fornminjar í Safamýrinni undanfarna daga. Vigfús Blöndal fornleifafræðingur segir þetta lyginni líkast en hann fann einmitt ævaforna verðlaunapeninga í dag sem styrkja þá kenningu að munirnir séu frá þeim tíma er Frammarar urðu síðast Íslandsmeistarar.
Vigfús:
"Þetta er stórmerkilegur fundur og verða verðlaunapeningarnir til sýnis í félagsheimili Stjörnunar í dag. Vil ég hvetja alla afkomendur Framliðsins að kíkja við og það verður heitt á könnunni."
Kveðja Matthias
Bloggar | Breytt 29.4.2006 kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2006 | 08:30
Fornminjar í Safamýrinni
Miklar fornminjar hafa fundist undir Framvellinum í Safamýrinni sem gera hann óhæfan til spilamennsku í sumar. Talið er að minjarnar séu mjög gamlar og geti jafnvel verið frá því að Fram varð síðast íslandsmeistari. Hannes Friðriksson ellilíferisþegi kom auga á eitthvað sem glitti í á vellinum og reyndist það vera æfaforn verðlaunagripur.
Hannes:
"Ég var nú bara úti að safna dósum þegar ég sá þetta. Maður hefur nú bara aldrei lent í öðru eins."
Völlurinn var allur grafin upp í kjölfarið og er því Fram vallarlaust eins og er. Fréttir bárust þó af því seint í gær að knattspyrnudeild Stjörnunar hefði boðið Fram að leika heimaleiki sína í Garðabænum í sumar.
Það er þetta sem íþróttir snúast um.
Kveðja Matthias
Bloggar | Breytt 29.4.2006 kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2006 | 23:18
Hey Sponsor hér

Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2006 | 10:55
Allir í Garðabæ
Blessaðir félagar
Leyfi mér að vera með kosningaáróður fyrir Garðabæjarvellinum. Lifi Garðabæjarvöllurinn
Kv. Einar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar