Færsluflokkur: Bloggar
29.4.2006 | 11:53
Ég rek "þröngt skip"!!!
Í ljósi nýgerðrar könnunar gallup á úthaldi og formi leikmanna kom í ljós að ástand leikmanna liðsins er vægast sagt skelfilegt. Stjórnin ákvað á krísufundi í fyrradag að leita utanaðkomandi aðstoðar í að koma mönnum í form. Ákveðið var að bjóða verkið út og hagstæðasta tilboðið barst frá heilsurækt Gústa sem staðsett er í Stykkishólmi. Stjórnin hefur tekið tilboði þessu og var skrifað undir samninga á sjöunda tímanum í gær. Ágúst Rúnarsson eigandi Heilsuræktar Gústa segist vera í skýjunum yfir að þetta skuli vera í höfn en þetta sé erfiðasta verkefni sem hann hafi tekist á við.
Ágúst:
"Já maður er náttúrulega ánægður að þetta sé í höfn en vá maður hvað strákarnir eru í lélegu formi. Hér verður sko járnagi og menn teknir í gegn. Ég rek "þröngt skip" og enginn kemst upp með eitthvað múður."
Að sögn Ágústar eða Gústa í ræktinni eins og hann er gjarnan kallaður þá hefjast æfingar á Sunnudag klukkan 10:30 í Garðabænum og skokkað verður í Stykkishólm.
Á myndinni sjáið þið að Gústi er einbeittur og tilbúinn í verkefnið.
Kveðja Matthias
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2006 | 19:10
Já nú er fjör!
Spartakus hefur á undanförnum árum notið gífulegrar velgengni og ákvað því stjórnin á fundi sínum í gær að skila einhverju til baka til samfélagsins. Mun því Hrafn ein stærsta stjarna klúbbsins vera með sundleikfimi fyrir eldri borgara í heita pottinum heima hjá sér. Albert Sveinsson eldri borgari sem búsettur er á Hrafnistu í Hafnarfirði lýst vel á uppátækið.
Albert:
"Þetta er alveg frábært og svo er Hrafn líka svo skemmtilegur og hress strákur."
Við minnum eldri borgara á næsta tíma sem er á þriðjudaginn klukkan 16:30 og biðjum fólk að mæta stundvíslega svo það missi ekki af upphituninni.
Kveðja Matthias
Bloggar | Breytt 29.4.2006 kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2006 | 18:10
Amerísk ofurskutla bendluð við Spartakus
Nýlega var hér á landi stödd ameríska ofurfyrirsætan Heather Landry, en hún er yngri tvíburasystir bróðurdóttur föðursystur hinnar þekktu Aly Landry. Þær frænkur ólust upp saman í Breux Bridge í Louisiana, þar sem hún kynntist einum liðsmanna, sjálfum Jóni Einari. Góð kynni tókust með þeim og síðar fékk þokkagyðjan að kynnast öðrum liðsmönnum í nærmynd. Hún vinnur nú að markaðssetningu Spartakusar í Norður-Ameríku á vegum MTV sjónvarpsstöðvarinnar.
www.fotboltabull.ur.net tók Heather tali nýlega og er það viðtal birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra vina okkar á þeirri síðu:
BLM: Hvernig stóð að því að þið Jón Einar kynntust?
HL: Veistu, ég bara man það ekki. Og hann ekki heldur. Við vorum bara svo full, eða eitthvað, skilurðu? En það skiftir engu, við fílum hvort annað svo ógðeslega vel og svo eru þeir alveg rosalega kúl þessir vinir hans.
BLM: Og af hverju ertu svona svakalega lík frænku þinni?
HL: Hva, hefur þú aldrei heyrt um DNA? Svo erum við jafn gamlar og frá sama bænum í sama fylkinu og sama landinu.
BLM: Hvað hefur þú verið að gera hér á Íslandi í þessari ferð?
HL: Nú, djúsa með gæjunum og svona. Svo fékk ég að mæta á æfingu og allt. Fór meira segja í heita pottinn með Jóni R og Einari. Þeir voru rosa kúl á því, meira segja þegar við föttuðum að sundbolurinn minn gleymdist heima. Rosa næs gæjar, meira segja Einar hann...úbbs nú má ég ekki segja meira.
BLM: Eru þeir þá uppáhalds leikmenn þínir?
HL: Ja, sko, ég veit ekki. Fyrst voru það nátturulega bræðurnir, báðir í einu og allt. En svo fattaði ég Rikka, hann er svo stór.
BLM: Hvernig stór?
HL: Bara, stór, alveg sama hvernig maður pælir í því. Stór stór bara. Svo eru þeir gömlu algert æði, þeir eru alger kjútípæs.
----
Seinni hluti viðtalsins birtist síðar um helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2006 | 18:08
Frí áfylling fyrstu vikuna
Eftir fall krónunnar og síaukna heimsku stjórnvalda hefur eldsneytisverð hækkað úr öllu valdi. Borið hefur á því að fátækir námsmenn séu farnir að nota tvo jafnfljóta og JAFNVEL almenningsvagna. Þetta ástand er jafnvel orðið óbjóðandi fyrir nýríka bubba sem eru nýbúnir að kaupa dýrindis jeppa frá USA á góðu verði. Ég meina, hver gerði ráð fyrir því að þurfa reka svona bensínháka, hvað þá á þessu verði.
Undirritaður rakst á netvafri sínu á ágætishugmynd til að minnka rekstrarkostnað kæru landsmanna. Það hefur verið að færast í aukið mæli í USA að fólk bruggi sitt eigið eldsneyti sjálft. Hvernig væri að gera það? Það eru til heimasíður á netinu sem kenna fólki að brugga Etanól sem gæti kostað þriðjung eða jafnvel minna af því sem við erum að borga í dag. Nú ef það leggst illa í fólk að leggjast út í svo miklar aðgerðir þá getur fólk komið við á æfingu Spartakusar og tappað af Metan Það er nóg af því þar. Nú er bara að bíða eftir föstum æfingatíma og í framhaldi af því mun átöppunartími verða auglýstur.
Fyrir hönd Samtakana um Bensínlaust Ísland
Osómi Ich Bin Latur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2006 | 17:55
Óeirðir í Evrópu raktar til Spartakus
Heyrst hefur að hið nýja uppátæki einnar stjörnu liðsins að fá sér ljósar strípur hafi sett af stað æði í Evrópu. Hárgreiðslumenn hrista bara hausinn og segjast aldrei hafa lent í öðru eins. Hans Gruber hársnyrtir í tékkneska þorpinu pluve segir ástandið ógnvæglegt.
Hans:
"Maður er nú bara hlessa það vilja bara allir ljósar strípur. Aflitunarefnið er löngu uppselt og ég hef þurft að vísa fólki frá í tugatali."
Óeirðir brutust út í Hamborg þegar fréttist að ekki yrðu fleiri strípaðir þessa vikunna þar sem nýjar birgðir af aflitunarefni bærust ekki í tæka tíð.
Kveðja Matthias
Bloggar | Breytt 29.4.2006 kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2006 | 17:26
Frábærar undirtektir liðsmanna
Nú legg ég til að allur þungi Bjarnasona verði lagður í að snúa uppá vinstri hönd Stjörnuformanns og að Forsetinn muni snúa uppá hægri hönd hans. Með því munum við ná hámarksárangri í sókn okkar inná betri knattspyrnuleikvanga. Veit samt ekki hvort við eigum að kalla völlinn Bjarnason´s Vangur, þætti raunsærra ef við myndum bara kalla hann Spartakus Arena. Allavega getum við haft það í bakhöndina ef Stjörnu-stjórnin bregst illa við fyrri tillögu. Einnig er Safamýrin góður kostur. Hvað sem öðru líður þá mun þetta hafa mikil áhrif á tækniæfingar okkar sem hafa ekki staðið undir væntingum undanfarin sumur í kartöflugörðunum sem við höfum verið að spila í.
Stórkostlegt, stórkostlegt!
Kveðja
Gonzales
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2006 | 16:07
Fréttir af vallarmálum
Eftir þá afgerandi niðurstöðu að leita til Stjörnumanna eru viðræður við Stjörnuna hafnar. Til að tryggja hámarksárangur höfðu 2 félagsmenn samband við Stjörnunna. Annars vegar hinn harðskeytti og ráðríki Jón Einar, og svo hinn þýðlegi góði drengur Arnar. Taktíkin gengur út á að framkvæmdastjóri Stjörnunnar fíli e.t.v annan þessara manna betur en hinn, bjóði sitt hvorn tímann og hópurinn geti svo valið. Til að tryggja hámarks árangur og trúverðugleika vissi hvorugur að hinn væri búinn að hafa samband, og aðeins Arnar notaði nafnið Spartakus í pöntun sinni. Olli þetta nokkrum ruglingi enda eru svona aðferðir svo flóknar og flottar að undirritaður botnar tæpast í þeim sjálfur.
Stjarnan hyggst svara okkur í næstu viku. Til öryggis hefur verið lögð inn óformleg fyrirspurn til Framara, en stefnt er að því að semja við Stjörnumenn eins og áður segir. Helst er talið standa í vegi fyrir samkomulagi sú krafa Spartakusar að völlurinn verði nefndur upp á nýtt Bjarnason's vangur, og svo krafa Stjörnumanna um að Sparakussar lagfæri hljóðmengun af völdum æfinga sinna niður fyrir umhverfisstaðla Stjörnunnar. Þess má geta að KSÍ hefur útnefnt Spartakus háværasta fótboltalið Íslands fyrir 2006, þrátt fyrir að keppnistímabilið sé vart hafið.
Við flytjum frekari fréttir af málinu ef okkur dettur það í hug og það þjónar hagsmunum félagsins að okkar mati.
Lifið heilir, drekkið vel, Áfram Spartakus
Alonþó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2006 | 14:01
Shjérparnir mættir
Jæja þá eru þeir mættir nýju atvinnumennirnir sem Spartakus Seniors keypti fyrir sumarið. Þeir eru shjérpar og koma frá Nepal. Þeir munu spila með liðinu ásamt því að bera allan búnað liðsins til og frá æfingarstað. Þetta eru allt Nepalskir landsliðsmenn og verða þeir frá í viku í júlí þegar þeir spila með landsliði sínu á Tíbetleikunum. Við bjóðum þá að sjálfsögðu hjartanlega velkomna til Spartakus Seniors.
Kveðja Matthias
Bloggar | Breytt 29.4.2006 kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2006 | 13:28
Vér mótmælum allir
Tekist var á um hvar menn vildu æfa í sumar á stjórnarfundi Spartakus og Seniors í vikunni. Ekki voru allir á eitt sáttir og fuku fúkyrði manna á milli. Deilan stóð um vallarval sumarsins og þegar velja átti svokallaðan Framvöll stóð meira að segja Jón Sigurðsson upp og sagði:
"Vér mótmælum allir"
Ekki náðist niðurstaða í málið á fundinum en vona stjórnarmenn að málið leysist á allra næstu dögum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2006 | 12:15
Fyrsti frammarinn fundinn
Vigfús Blöndal yfirfornleifafræðingur í Safamýri tilkynnti það á blaðamannafundi núna í hádeginu að fyrsti frammarinn hafi fundist laust fyrir klukkan 8 í morgun. Svo virðist sem líkamsleifarnar sé enn eldri en áður var talið og bendir allt til að frammarinn hafi verið undir meðallagi greindur. Hann hefur fengið nafnið Matthildur í höfuðið á háskólanemanum sem fann hann.
Stefnt er að því að halda sýningu með fornminjunum um leið og uppgreftri lýkur.
Frammarar virðast því þurfa að spila heimaleiki sína í Garðabæ í sumar.
Kveðja Matthias
Bloggar | Breytt 29.4.2006 kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar